Tími til kominn

Það er tími til kominn að breyta þessu í sambandi við íslenskunám fyrir útlendinga og halda ókeypis íslenskunámskeið. Ég bý sjálfur í Danmörku og nýtti mér ókeypis dönskunámskeið fyrir útlendinga hérna á vegum kommúnunnar og hjálpaði það mér gífurlega mikið við að "aðlagast", þar sem maður lærir ekki einungis tungumálið heldur einnig margt og mikið um samfélagið sjálft.

 Ég hef heyrt íslendinga undra sig á því að erlent fólk sem búið hafi í mörg ár á Íslandi hafi ekki góða íslensku kunnáttu en staðreindin er hreinlega að það hefur verið allt of dýrt að stunda þessi námskeið heima á Íslandi. Ég las einhverstaðar að þessi námskeið hafi kostað um 40.000kr, hvað ætli það sé há prósenta af laununum hjá erlendum starfskrafti sem vinnur máske við að skúra hjá ISS?

 Eitthvað til að hugsa um...


mbl.is Kennsla í íslensku verði ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband